Færslur: 2015 Nóvember

22.11.2015 14:55

"Óttinn, tortryggnin og hatrið"

Einhvern tíma löngu áður en ég eignaðist tölvu og myndskanna, handskrifaði ég þessa grein upp úr einhverju riti. En því miður láðist mér að skrifa við heiti ritsins og nafn höfundar.
Nú ætla ég að leyfa mér að birta greinina hér óbreytta, vegna þess að mér finnst hún eiga brýnt erindi núna . Gott væri ef einhver ykkar kannast við og eða veit hver hann eða hún er þessi magnaði höfundur?

"Galdrafárið á 16. og 17. öld vekur hrylling og meðaumkun með mönnum nú á dögum í þeim heimshlutum sem eru meira og minna mótaðir af upplýsingu 18. aldar. Þó eru mörg svæði heimsins á svipuðu stigi varðandi galdrakukl og var í Evrópu á 17. öld. 

Þótt galdrakuklið sé horfið sem andleg plága í Evrópu, þá gengur mönnum seint að koma fyrir þeim grýlum og djöflum sem skýtur stundum upp úr myrkviðum undirvitundarinnar, öðru vísi en með því að koma þeim fyrir á þá sem þeir telja sér og heimsskoðun sinni andsnúna.

Því er oft þörf fyrir eitthvað tákn andstæðunnar við það sem ríkjandi öfl samfélagsins telja sannleik og ágæti. Tákn andstæðunnar getur tekið á sig hinar margvíslegustu myndir sem eru samfélaginu kærkomnir blórabögglar.

Voldugustu öfl hvers samfélags geta ráðið miklu um hvaða hópur er valin sem tákn andstæðunnar við ríkjandi skoðanir og hefðir, með áróðri nútíma fjölmiðlunar.

Stundum verða gyðingar fyrir valinu, stundum verða negrar tákn alls þess sem neikvæðast þykir að ríkjani mati, stundum eru búnar til pólitískar grýlur.

Það má kenna þessum grýlum um flest það sem aflaga fer í samfélaginu og jafnvel einkalífinu og eru þær mjög hentugar til þess að ýta fólki enn meir til fylgis við ríkjandi öfl eða sterka andstöðuhópa.

Því magnaðari sem áróðurinn er því meiri óttinn, tortryggnin og hatrið. Menn verða "fullir af djöfli", sem þeir sjá gjarnan í náunga sínum, mynd grýlunnar.

Öfl undirdjúpanna ná valdi á meðvitundinni og öll eðlileg hlutföll raskast. Grýlur nútímans eiga sér forsemdur í ótta, ofstæki og forheimskun eins og fyrrum þegar menn trúðu á nornir og seiðskratta".

18.11.2015 23:51

Ég er fordómafullur!

Nú er hafið "skaftárkatlahlaup" jólabókanna. Flæða út yfir borð og hillur. Eitt einkenni  í útliti nýrra bóka, sérstaklega skáldsagna er að nafn höfundar er með risastöfum, en titillinn með smáu letri, stundum varla læsilegt. Á þetta virkilega að vera svona? Þessar bækur kaupi ég ekki. Þessar bækur les ég ekki. Það er bara þannig. Ætla að líta kannski eitthvað í gömlu bækurnar.

18.11.2015 00:17

Þetta eru meiðandi ummæli...

... ef það er einhver samviska til að særa.
Þessir ISIS-liðar eru bara hálfvitar og huglausir aumingjar. Ég gæti haldið áfram fram eftir nóttu að skrifa hér runu lýsingarorða sem hafa sömu merkingu.

Ath. Í þetta skiptið er ég að alhæfa hér fyrir ofan.


09.11.2015 12:51

EKKERT AÐ FRÉTTA ÚR HERJÓLFSDAL

Sé farið á hundavaði yfir fréttir og fréttamiðla undanfarnar vikur, er talsvert áberandi fréttir af alvarlegum glæpum, s.s. stófelldur innfluttningur af hættulegum fíkniefnum, líkamsárásir af ýmsu tagi, sumar mjög alvarlegar, morð, Margs konar nauðgunarmál hafa komið upp, nú síðast er talað um hópnauðgun, tækjanauðgun, raðnauðgun og lyfjanauðgun. 


08.11.2015 10:56

ÓtitlaðEftir digga þjónustu í marga áratugi var veghefillinn sendur héðan burtu í mars 2012.
Læt fylgja hér með loftmynd af gatnagerð í Vestmannaeyjum sumarið 1971. Verið er að byggja upp syðsta hluta Hrauntúns.

03.11.2015 20:47

2 blýantsteikningar.

Var að finna þessa ljósmynd af teikningum sem voru á sýningunni minni í Akógessalnum í nóvember 1987. Satt að segja var ég alveg búinn að gleyma að þær hafi einhvern tíma verið til.
Ég ætla ekki að dæma hér verkin mín, en verð þó að segja að ég er bara ánægður húmorinn sem þarna birtist.
Er því að sýna ykkur þessa mynd núna þegar skammdegisdrunginn og myrkrið er að  hvolfast yfir okkur.  

02.11.2015 18:35

Sinnir líkamlegum þörfum.

Í sjöfréttunum  áðan heyrði ég sagt frá nýrri skoðanakönnun um fylgi stjórnmálaflokkana. En missti af mánari útlistun á fréttinni. Af því að tveir landsfundir eru nýafstaðnir, er ég dálítið forvitinn að vita eitthvað nánar um þessa könnun.
Þá fór ég áðan inn á netmiðla. Á mbl.is ekkert um skoðanakönnun, á visir.is ekkert um skoðanakönnun og á dv.is ekkert um skoðanakönnun.
Meira aðkallandi að sýna mynd af manni sem er úti að skíta. Það er svo sem eftir öðru!  • 1