Færslur: 2015 Desember

24.12.2015 23:41

Gleðileg jól!

listo.123.is óskar ykkur öllum gleðilegra jóla, farsæls komandi árs.
Bestu þakkir fyrir innlitin hér á árinu sem er að líða.

18.12.2015 12:53

Jólagjöfin í ár?

Nú þegar loksins, loksis, loksins hyllir undir að skrifað verði undir smíðasamning nýrrar Vestmannaeyjaferju, þá eru ýmsir, ótrúlega margir að bölsótast og agnúast út það. Segja að núverandi Herjólfur sé bara yndislegur. Engin ástæða til að breyta einu né neinu.

17.12.2015 21:50

Alveg grjótmagnað!

Fyrir nokkrum vikum var ég svolítið að gantast hérna um grjóthleðsluna í Reykjavík sem þá var mikið í miðlum. Nú er komið í ljós þetta grjótmál er nú orðið miklu hlægilegra en í upphafi.
Og grínið kostar almenning ca. fimmhundruð kúlur - takk. 

07.12.2015 21:50

Æðibuna.

Æðibuna lognsins í Eyjum getur einstaka sinnum farið út í öfgar. Það er bara þannig.

05.12.2015 15:07

Við hvað er átt?

Ef bílar fenna í kaf frá þaki og ekki alveg niður, hvernig lítur það út? Það eru 110 manns sem líkar vsvona bull.

05.12.2015 11:34

Gott veður!

"Vonskuveður um allt land" segir í miðlum í morgun. Ég tók þessa mynd áðan út um þvottahúsdyrnar hjá mér og það er ekki hægt að segja annað veðrið er bara dásamlega gott, - dásamlegur dagur í skammdeginu. Takk fyrir það.

  • 1