Færslur: 2016 Mars

26.03.2016 17:45

Um hatrið.

Mig langar til að benda ykkur á grein eftir Styrmi Gunnarsson í Mogganum í dag sem ber yfirskriftina "HVERS VEGNA HATA ÞAU OKKUR SVONA MIKIÐ" - Skyldulesning!

23.03.2016 20:45

Tvöþúsund dagar.

Nú eru liðnir yfir 2000 dagar síðan ég birti fyrst ábendingu og skoðun mína á skiltamistökum við Höfðaveg.

Svo virðst að ráðamenn bæjarins finnist þetta ekki skipta máli. Allir aðrir sem ég hef talað við eru sammála mér að þetta sé dæmalaust klúður og fúsk. Og undarlegt sleifarlag að gera ekkert í málinu öll þessi ár .


Hér fylgir upphaflegi textinn nær óbreyttur:

Fyrir all mörgum árum  var fundið upp á Íslandi hugtakið "menningartengd ferðamennska". Einhvern tíma upp úr því  var fyrst byrjað að merkja hér ýmis fyrirbæri í umhverfinu t.d. Illugahellir, Illugaskip og Sængurkonustein o. fl.


Í upphafi var þetta framtak að frumhvæði og kostað af einstaklingum. Fjölskyldur og félagasamtök hafa svo sett upp skilti og merkingar. Og nú í seinni tíð hafa verið sett upp nokkur ágæt skilti á vegum bæjarins (Byggðasafnsins..?) Við Höfðaveginn rétt ofan við efstu hús er staður sem heitir Olnbogi. Þar skammt fyrir sunnan var fyrir örfáum árum grafið upp (búið til) stakkstæði til að upplýsa fólk um fyrri tíma verkmenningu. Þarna við eru tvö bæjarskilti, (sjá mynd) annað með upplýsingum  um Stakkstæðið og á hinu er sagan um Olnbogadrauginn. Við frágang skiltana á sínum tíma hafa verið gerð þau mistök að stakkstæðisskiltið er við Olnbogan, en  draugasöguskiltið við stakkstæðið.


Ekki veit ég hvernig svona mistök verða til, en ég get alveg ímyndað mér það án þess að persónugera það á nokkurn hátt. Ég sé fyrir mér "verkstjóra" standa yfir verkinu sem er búinn að troða báðum höndum inn fyrir rassvasana og glóran í toppstykkinu eftir því. Því miður er þetta alls ekki eina mistökin í framkvæmdum og skipulagi. 


Nú þegar ferðafólki er greinilega að stórfjölga hér, þurfum við enn frekar að vanda okkur, laga fyrri mistök og reyna að koma í veg fyrir ný klúður.


10.03.2016 16:22

Stórar spurningar?

Nú á að kjósa um göng í gegnum Neðri-Kleif. Ég segi NEI. Þá er alveg eins hægt að búa til göng sem ná austur í Klettsvík. Rjúfa friðinn þar líka. Og ekki bara friðrof, rof fornra leyndarmála og gamalla spurninga. HVAÐ ER INNI Í HEIMAKLETTI? Er hann kannski holur að innann? Eða er inni í Heimakletti miðjum gullmoli sem er 77.684 tonn að þyngd? 
Nei, eigum við ekki að leyfa þessu staðfasta, trausta tryggðartrölli að vera áfram og um alla framtíð að vera í friði. Ég held að okkur öllum þyki afar vænt um Heimaklett í öllum sínum margbreytilegu myndum. Leyndardómsfullur, dularfullur og staðfastur, - er alltaf. Breytum því ekki.

  • 1