Færslur: 2007 Júní

14.06.2007 15:07

Að hlaupa yfir söguna

Ég var að lesa litla frétt í FRÉTTUM um bátinn Blátind.
Eitthvað svolítið á að sinna honum nú í sumar en betur má ef duga skal.
Tryggvi Sigurðsson á heiður skilin fyrir að vaka yfir þessu máli.
En það sem vakti aðallega athygli mína er að enn og aftur er staglast
á því hvað báturinn hafi verið illa farinn þegar ráðist var (loksins) í 
endurbæturnar á honum um árið. Það eru ýmsir með vonda samvisku
sem vilja að það gleymist að Blátindur var í mjög góðu standi þegar 
hann kom hingað til Eyja snemma á tíunda áratug síðustu aldar og 
var þá afhentur bæjaryfirvöldum. Það skelfilega sinnuleysi sem þá 
tók við var að mínum dómi vítavert og í raun glæpsamlegt.
Þetta mál og reyndar mörg önnur mál sem tengjast menningarmálum
 söfnum bæjarins hefur sannfært mig um að við eigum að ræða í alvöru
 hvort það sé ekki rétt að taka öll söfnin úr umsjá  og forræði bæjarins 
(bótalaust í refsingarskini) og fela þau umsjá félagi áhugafólks sem 
hafi brennandi áhuga á söfnum og varðveislu menningarverðmæta.
- takk fyrir það..
  • 1