Færslur: 2007 September

29.09.2007 11:43

Um mannamyndir

Aldrei að segja aldrei! - Ég var búin að ákveða að vera ekki með myndir af
fólki á þessum vettvangi. Nú var ég að brjóta mína eigin reglu og setja inn
nokkrar myndir af heiðursmanninum og útvarpsstjóranum Bjarna Jónassyni.

28.09.2007 11:58

Mynd vikunnar 11

Mynd vikunnar að þessu sinni er: Kirkjuvegur

27.09.2007 15:58

Speki vikunnar (2)

Eru stjórnmál annað en sú list að kunna að ljúga á réttum tíma?

Voltaire.

25.09.2007 23:57

Ljóð (vísa) vikunnar (2)

Þarflaust hjal er helgispjall
himin sárt til kennir
súrt og beiskt þá gýs út gall
og glapræðismenn upp brennir

Úr textanum HEILL eftir Megas.

19.09.2007 16:07

Ljóð (vísa) vikunnar

Mannúðin okkar manna

er mikil og dásamlig.

Við göngum svo langt í gæðum,

að guð má vara sig.

 Örn Arnarson (1884 - 1942)

19.09.2007 15:19

Speki vikunnar

Speki vikunnar: VESTFIRÐINGAR EIGA ÞAÐ BESTA SKILIÐ - VIÐ HIN LÍKA

17.09.2007 08:14

Ó Reykjavík, ó Reykjavík

 

Það fór eins og ég spáði, að Ian Anderson og félagar í Jethro Tull brugðust ekki væntingum mínum, - stórkostleg upplifum á tónleikunum á laugardagskvöldið.

Annað mál:, rigningin og rokið er einhvern veginn miklu leiðinlegra í Reykjavík en hér heima í Eyjum. Í þessu veðri á laugardaginn var eins og allir höfuðborgarbúar og gestir flykktust í söfnin - stóru tuskubúðasöfnin (Kringluna og Smáralind) með tilheyrandi bílastæðavandræðum og ýmsu öðru ergelsi sem reyndi verulega á mína takmörkuðu þolinmæði.

Í gær sunnudag fór ég á Kjarvalsstaði þar sem nú standa yfir tvær myndlistarsýningar. Í austursalnum er Kjalvalssýning, fín blanda af  málverkum og teikningum, - allt gott. Í vestursalnum sýnir Eggert Pétursson mögnuð málverk þar sem viðfangsefnið er alls kyns íslenskur lággróður. Ég hvet fólk sem tök hefur á að sjá þessar sýningar á Kjarvalsstöðum. Meistari Kjarval kenndi okkur að meta mosann í hraununum og meistari Eggert kennir okkur að meta krækiberjalyng í myrkri. Takk fyrir það.

13.09.2007 07:25

Mynd vikunnar 9

Mynd vikunnar er af Ian Anderson, foringja hljómsveitarinnar Jethro Tull - að sjálfsögðu.

07.09.2007 11:32

Mynd vikunnar 8

Engin orð um mynd vikunnar að þessu sinni.

  • 1