Færslur: 2008 Febrúar

27.02.2008 18:35

Fiskiðjumyndir

Eftir nokkrar áskoranir er ég að hugsa umað slá til og setja hér inn myndir frá Fiskiðjuárunum mínum sem voru frá 1966 til 1986. Þegar ég fór að velta þessu fyrir mér fyrr í vetur fannst mér í minningunni að ég hefði verið óduglegur að taka myndir á þessum árum í vinnunni, sérstaklega tekið fáar myndir af fólki. Þegar ég fór að gramsa í gömlum myndum og filmum komu reyndar ýmsar skemmtilegar og forvitnilegar myndir í ljós og mun fleiri en ég átti von á. Samt finnst mér að myndirnar mættu vera miklu fleiri og þess vegna er ég að hugsa um að leita til ykkar sem voru samtíða mér á þessum árum að senda mér myndir til að setja hér inn. Ég veit að mörg ykkar lumið á skemmtilegum myndum t.d. úr vinnunni, af verbúðunum, slúttum og Fiskiðjuferðum upp á land. Ef þið eigið myndir skannaðar í tölvutæku formi þá getið þið sent þær í tölvupósti, ef ekki þá sent mér myndirnar í venjulegum pósti og ég sendi þær strax til baka eftir að hafa skannað þær inn. Gott væri að með myndunum fylgdi einhverjar upplýsingar s.s. mannanöfn, ártöl og þess háttar en er þó ekkert skilyrði. Ég vil taka það sérstaklega fram að myndir sem almennt geta talist á einhvern hátt liðurlægjandi og særandi fara ekki inn á vefinn. Fyrstu myndirnar ættu að koma hér inn ímyndaalbúm á næstu dögum.

22.02.2008 16:05

Hvalræði

Ég held að það sé skoðun mikils meirihluta landsmanna að við ættum að geta veitt hvali eins og okkur sýndist. Nýta þessa auðlind eins og annað sjávarfang.

Þetta er bara ekki í boði hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Nú er talað um eins og oft áður aðhvalirnir séu keppinautar okkar um loðnuna og þess vegna  eigi að hefja hvalveiðar í stórum stíl.En er það fær leið í raun og veru?

Það er viðurkennd staðreynd að það þarf að drepa geysilegt magn, mikin fjölda hvala til þess að það hafi teljandi áhrif vöxt og viðgang loðnustofnsins og annara fiskistofna. Sennilega eru afkastamestu hvalategundirnar í éta frá okkur loðnuna hnúfubakar og háhyrningar. Báðar þessar tegundir eru alfriðaðar.

Segum sem svo að við létum öll boð og bönn lönd og leið og færum að drepa stórhveli í miklu magni, segjum þúsund til tvöþúsund dýr. Hver ætli áhrifin yrðu?

Trúlega lokuðust flestir markaðir okkar fyrir sjávarafurðir og ýmsar aðrar "hefndaraðgerðir" myndu dynja á okkur. Það er alveg sama hvað okkur finnst um rangfærslur og jafnvel hreinar lygar í áróðri hvalfriðunarsinna, hvað okkur finnst við hafa skýlausann rétt til athafna sem sjálfstæð þjóð, ráðum við í raun engu í þessum efnum.  Mér finnst það vera sýndarmennska hjá ábyrgum aðilum að tala um að fækka hvölum hér við land í stórum stíl. 

21.02.2008 10:51

TAFIR OG FRESTUN

Þá er komið í ljós að ferjusiglingar í Bakkafjöru munu ekki hefjast fyrr en á árinu 2011.
Ég held að við eyjafólk getum ekki kennt neinum um þessar tafir nema sjálfum okkur, 
ósamstöðu okkar í samgöngumálunum á undanförnum árum og þar vegur auðvitað þyngst 
gangabullið endalausa.

14.02.2008 16:12

Að koma heim

Það er alltaf gott að koma heim þó að maður hefði alveg getið verið lengur í sól og sælu á Tenerife.
(sjá myndir í albúmi "Myndir frá Tenerife")

08.02.2008 12:11

Meira Tenerife

Her holdum vid afram ad sleikja solskinid og svo eru storafmaeli annan hvern dag
med tilheyrandi veisluholdum. Kvedja fra okkur ollum.

02.02.2008 11:46

Tenerife

Hedan er allt storgott ad fretta - bara blessud blidan og baegirnir i kring!
Bestu kvedjur fra okkur ollum.
  • 1