Færslur: 2008 Júlí

08.07.2008 11:16

Surtsey

Nú er það staðfest að Surtsey hefur verið sett á heimsminjaskrá UNESCO.
Við óskum okkur öllum til hamingju með það.

07.07.2008 15:59

Gölli Valda

Nú er velheppnaðri goslokahátíð nýlokið, heyrist mér allir vera sáttir og glaðir.
Eitt af atriðum hátíðarinnar var þegar hljómsveitinn Logar heiðruðu
 minningu Árna Valdasonar af tilefni þess að 35 ár eru liðin frá því að
 hið fádæma vinsæla lag "Minning um mann" kom út. Var þessi athöfn
 all sérstök í sínu látleysi og virðingavert  af þeim Loga-peyjum hvernig 
að þessu var staðið. Það hefði verið við hæfi að sjá Gylfa Ægisson þarna með.
Ég var að lesa frétt áðan þar sem Gölli er kallaður "Golli" . 
Sýnist mér þetta ekki vera misritun. Árni Valdason var lengi 
kallaður Gösli sem síðan breyttist í Gölli hjá mörgum.


  • 1