Færslur: 2009 Ágúst

29.08.2009 11:31

Landsbankadraumur

Tölvugerð mynd innan úr Landsbanka sem fyrirhugað var að byggja við Tryggvagötu í Reykjavík.
- Teiknaður utanum manninn.

28.08.2009 17:10

Loksins!

Æseiv-ríkisábyrgðin samþykkt. Margir eru fegnir en engin er glaður.

25.08.2009 09:00

Þakkir til ykkar.

Það hafa verið afar góðar undirtektir við gömlu myndunum frá Flatey og mikið borist af
upplýsingum um myndirnar, bestu þakkir fyrir það. Ég var að setja inn nokkrar myndir frá því
í vor og sumar. Eins var ég að bæta inn myndum í Bakkafjörualbúm frá því fyrr í sumar.
Það eru myndir sem ég fann á minniskubb í vídeóvélinni og var búinn að gleyma.

Annars er mikill gangur við gerð Landeyjahafnar þessa daganna. Það kæmi manni ekki
á óvart að öllu verkinu verði lokið fyrr en áætlað er. Takk fyrir það.

Og eitt í viðbót:
Nú eru skólarnir að byrja og blessuð börnin streyma út í umferðina. Við hin bílprófshafarnir
skulum hafa það í huga.

17.08.2009 22:23

Fleiri gamlar myndir

Ég var að setja inn fleiri gamlar myndir úr Flatey, aðallega myndir af fólki. Ætla að bíða með að setja titla og texta, læt ykkur um að spá í þetta. Vegna ókunnugleika okkar getur hugsanlega hafa slæðst með mynd eða myndir sem eru ekki viðkomandi Flatey. 

Því miður hefur mér ekki tekist að flokka Flateyjaralbúmin þannig að þau séu öll á einum stað og auðvelt að finna þau. Þetta er þannig að hér eru alls 108 albúm á 17 síðum (alls u.þ.b. 2700 myndir)
Flateyjaralbúm má finna á eftirfarandi síðum, númer innan sviga:
Gamlar myndir úr Flatey (1). Sigling gamalla báta (1). Flatey 2009 2 (1). Flatey 2009 1 (2)
Hvítasunna í Flatey (2). Gamla bergið grjótmagnað (10). Fuglar 2 (13). Riss frá Flatey (13).
Hnítasunna í Flatey 2007 (15). Flatey (17).

13.08.2009 14:30

Úr gömlu Flateyjaralbúmi

Var að setja nokkrar gamlar Flateyjarmyndir inn í "albúm". Myndirnar eru flestar teknar á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Það er gaman að bera sumar af þessum myndum saman við myndir í 
nýjum og nýlegum Flateyjaralbúmum hér.


11.08.2009 11:35

Landsýn

Myndina tók ég í gær af Hánni. Takið eftir grænu svæðinu ofan við Bakkafjöru, hvað gróðurinn hefur
tekið vel við sér eftir að fór að rigna í síðustu viku.

07.08.2009 22:26

Föndur

Í framhaldi af fatafésunum hér að neðan langar mig að sýna ykkur þessi skondnu andlit sem eru gerð úr WC-pappírshólkum. Ég hef ekki prufað að gera svona feis en gæti trúað að pappírinn sé bleittur svolítið og svo mótaður til. Svo eru líklega notaðir föndurlitir til að skerpa á svipbrigðunum. 

05.08.2009 10:12

Tapað - fundið

Það ku vera mikið af fatnaði í óskilum eftir Þjóðhátíðina.

02.08.2009 15:55

Nýjar myndir úr Dalnum

Nýjar myndir úr Dalnum komnar í myndaalbúm.
  • 1