Færslur: 2010 Maí

27.05.2010 07:10

Jantelögmálið

Af því að það eru að koma kosningar held ég sé rétt birta hér tíu reglur Jantelögmálsins:

1.   Þú skalt ekki halda að þú sért eitthvað.

 2.   Þú skalt ekki halda að þú sért jafn góður og við.

 3.   Þú skalt ekki halda að þú sért vitrari en við.

 4.   Þú skalt ekki halda að þú sért betri en við.

 5.   Þú skalt ekki halda að þú vitir meira en við.

 6.   Þú skalt ekki halda að þú sért meiri en við.

 7.   Þú skalt ekki halda að þú dugir til nokkurs.

 8.   Þú skalt ekki hlæja að okkur.

 9.   Þú skalt ekki halda að nokkrum sé ekki sama um mig.

10.  Þú skalt ekki halda að þú getir kennt okkur nokkuð.

25.05.2010 08:16

Punkturinn yfir i-ið!

Ég leyfi mér að sýna ykkur þessa mynd úr myndavél Mílu. Þarna er lágreistur gufumökkur með tunglið eins og punkturinn (vonandi) sem við höfum verið að bíða eftir.

24.05.2010 10:52

Horft til baka.

....og svo verður allt gott aftur......................

21.05.2010 15:15

Fótboltafréttir

Það virðist vera aðalfrétt í öllum miðlum í dag að vaskir peyjar frá Vestmannaeyjum hafi sigrað eitthvert fimleikafélag í Hafnarfirði í fótbolta í gærkvöldi. Er það frétt? - Jú, kannski.

20.05.2010 15:42

Þoka og svimi

Ég hitti mann í morgun sem sagði mér þær fréttir að það væru bæjarstjórnarkosningar framundan - strax núna um aðra helgi. Þetta hefur farið framhjá mér, bara ekkert orðið var við neina umræðu um kosningar. Ég fór náttúrlega að kynna mér hvað Bestiflokkurinn hefði fram að færa. Nei, þá er enginn
Bestiflokkur hér í Eyjum. Bara gamla gúmmí-pólitíkin, þokukennd, óljós og útþynntir frasar.


13.05.2010 11:33

Eitt stórt spurningamerki.

Hvenær ætlar þessu eldgosi í Eyjafjallajökli eiginlega að ljúka? - spyrjum við hvert annað og fáum auðvitað ekkert svar. Við hér í Eyjum sem höfum sloppið ótrúlega vel (7-9-13) hugsum til fólksins á þeim svæðum sem þetta helvíti hefur leikið verst dag eftir dag og viku eftir viku. 
Svo virðist að náttúran sjálf eigi engin svör því hún hefur sett upp eitt stórt spurningamerki í hlíðum Dagmálafjalls sem blasir hér við okkur.

12.05.2010 11:08

Getur verið...?

Getur verið að þessi maður hafi sést í gær niður í bæ hér í Eyjum?

11.05.2010 12:38

Myndir af Bjarnarey

Þessa mynd tók ég norðaustur af Bjarnarey árið 2001. Litlu myndina tók ég á fimmtudagsmorgunin var úr Herjólfi.
  

02.05.2010 23:14

Eldgos á nýjum stað?

Nú er ekki gott að átta sig á hvað er að gerast í Gígjökli. Geysimikið hraunrennsli eða ný gossprunga?
Vegna skýja sem eru þarna lágt yfir og eru á ferðinni fyrir myndavélina er þetta óljóst.

02.05.2010 20:10

Volgnar við sporð Gígjökuls

Myndin tekin frá myndavél Vodafone.
Afsakið!...,mér varð á í messunni áðan, - tíminn í miðmyndinni á að vera 20:25. Takk.


  • 1