Færslur: 2010 Júlí

30.07.2010 13:47

Flott trix

...að skilja eftir dálitla sandhrúgu fyrir framan bryggjuna í Landeyjahöfn sem Herjólfur geti strandað svolítið á til þess að ýta á eftir að við fáum nýja ferju sem fyrst. Er það ekki? Eða er þetta kannski bara ein að þessum skemmtilegu samsæriskenningum mínum....?
Gleðilega Þjóðhátíð!

28.07.2010 17:02

Rolling stones-vörnin

Já, satt er það, hann er hroðalega ljótur grjótvarnargarðurinn í brekkunni inn í Dal. En hann er (lífs)nauðsynlegur og ég get ekki bent á einhverja skárri leið sem geri sama gagn. Við skulum bara vona að garðurinn eldist vel og komi í veg fyrir slys og óhöpp í framtíðinni.

20.07.2010 20:36

Landeyjahöfn BRAVÓ!

Þú er þessi stóri dagur að kvöldi komin. Stór dagur í sögu Vestmannaeyja, stór dagur í samgöngusögu landsins. Áhrifin af þessari miklu samgöngubót verða líklega mun meiri en við getum ímyndað okkur, vonandi flest til góðs. Við óskum okkur öllum til haminjgu með daginn.

19.07.2010 12:05

Í Flatey

Dásemdirnar í Flatey halda áfram, - sjá myndir í myndaalbúmum.

14.07.2010 21:24

Dónaleg ský

Þeir hafa verið ansi skrautlegir skúraklakkarnir og bólstraskýin yfir Suðurlandi undanfarna daga.
Sjálfsagt er að taka fram að hið ágæta fyrirtæki Eyjablikk og þeir sem þar starfa koma þessu myndefni ekki beint við.

12.07.2010 16:03

Verður ekki lagað...

.. ekki frekar en margt annað í þessu þjóðfélagi.

10.07.2010 08:43

Langþráður dagur nálgast

Það er greinilegt að menn láta hendur standa fram úr ermum við framkvæmdirnar í Landeyjahöfn.
Þeir hafa núna ellefu daga til að klára sem mest. Það verður ýmislegt í endanlegum frágangi sem stendur útaf, en það á ekki að spilla gleðinni - ferðagleðinni.
Myndin er tekin um tvö-leitið í gærdag. SJÁ FLEIRI MYNDIR Í MYNDAALBÚMI.

07.07.2010 15:52

Ringo Starr

Prýðilegur trommuleikari er 70 ára í dag.

06.07.2010 07:15

Surtseyjarstofa

Það er full ástæða til að við óskum okkur til hamingju með Surtseyjarstofu hér í Eyjum.
Fróðleg og glæsileg sýning.

02.07.2010 09:08

Kærkomið hlé á enda.

Það er óhætt að segja að maður hafi notið stundarfriðar (heilir tveir dagar) á HM-plágunni.

  • 1