Færslur: 2010 September

23.09.2010 08:02

Spurning?

Er einhver sem skilur íslensk stjórnmál?

13.09.2010 13:56

Áfram er bullað.

Enn og aftur finnst mér miðlar hér vera að éta upp vitleysu úr öðrum miðlum. T.d. er á eyjar.net nú í dag frétt þar sem talað er um m.a. "...... verður 300.000 rúmmetrum dældir upp úr
Landeyjahöfn". Hér er eru bæði farið frjálslega með staðreyndir og málfræðina. Reyndin er sú að megnið af þessum meintu 300.000 rúmmetrum verður dælt upp fyrir utan höfnina.
Það er alveg óþarfi að búa til og dreifa svona bulli sem verður svo blóð á tönnina hjá Þórðargleði og úrtölufólki.
 

08.09.2010 16:33

Reyna að slá á bullið.

Þessa mynd tók ég 7. nóvember 2009 í Landeyjahöfn. Þarna eru brimvarnargarðarnir langt komnir í fulla lengd. Samkvæmt kenningum úrtölumanna hefði einhverjum dögum seinna mátt ganga þarna á milli garðanna á sandrifi í spariskónum án þess að vökna. Þetta gerðist ekki þrátt fyrir rysjótt tíðarfar lengst af í fyrravetur. 

Ég óska eftir því að fjölmiðlar leiti til þeirra sem mest hafa vit á því sem er að gerast í Landeyjahöfn, frekar en að velta sér sífellt upp úr Þórðargleði og neikvæðni úrtölumanna.
 

07.09.2010 11:52

Góðir skipstjórar!

Mér finnst ástæða til að hrósa skipstjórunum á Herjólfi fyrir fagmennsku, sérstaklega fyrir að setja öryggið ofar annari kröfu.

Aftur á móti finnst mér óþarfi af miðlum hér í Eyjum að tína upp orðrétt neikvæðar fyrirsagnir og alls konar bull frá öðrum miðlum athugasemdalaust.
Þar með er ég ekki að segja að allt þetta mál Herjólfs og Landeyjahafnar sé hafið yfir alla gagnrýni.

Ef við berum gæfu til að standa saman um þá kröfu að ákvörðun um nýja ferju verði tekin sem fyrst, þá trúi ég að allt fari vel að lokum.06.09.2010 15:51

Grétar Mar Jónsson

...er að mati ýmsra fjölmiðla einn mesti sérfræðingur þjóðarinnar í hönnun og byggingu hafnarmannvirkja.


06.09.2010 11:46

Hover(kraft) í Landeyjahöfn

Með tilkomu Landeyjahafnar hafa opnast góðir möguleikar fyrir loftpúðaskip með fjöruborðið í skjóli rétt innan við hafnargarðana... Ha?  Verum jákvæð þó að á móti blási í augnablikinu! - Takk fyrir það.

04.09.2010 18:25

Ljósmyndasýning

Eins og stendur hér í hausnum fyrir ofan þá átti þessi síða að vera aðallega ljósmyndir. Ákvað ég í upphafi að vera ekki með fjölskyldumyndir hér, aðrir í fjölskyldunni sæi um það.
Nú ætla ég að brjóta þessa reglu eins og allt sem á að vera með undantekningum. Er búinn að setja inn albúm sem ég kalla "Barnabörnin - ljósmyndasýning" Á undanförnum árum hefur afinn verið heillaður viðfangsefninu enda hafa blessuð börnin verið frábært myndefni, - góðar fyrirmyndir og fyrirsætur. Hér er svolítið sýnishorn úr stóru safni.

03.09.2010 11:23

Fleiri góð trix.

Í lok júlí s.l. skrifaði ég hér um hvað það var snjallt að skilja eftir smá sandhrúgu inni í Landeyjahöfn sem Herjólfur gat svo tyllt sér á og tafist, allt gert til að ýta á eftir að við fáum nýja ferju.
Nú er annað snjallt trix í gangi til að pressa á framgang málsins. Smá gustur og gjóla og ferð er frestað. Meira af svona snilld. 
Ps. Er ekki nýr samgöngu og réttlætismálaráðherra klár í málið?
 

01.09.2010 07:10

Um orkusóun

Hrikalegar gjaldskrárhækkanir hjá OR hafa vakið athygli á því að stjórnendur fyrirtækisins undanfarin áratug eða svo eru allt hugfatlaðir einstaklingar sem höfðu aldrei gátu lært að lesa, reikna eða skrifa. Það bara hlýtur að vera svo yfirgengileg er óstjórnin. 
Fórnarlömb þessa ástands eru náttúrlega notendur þjónustunar sem eiga fárra kosta völ.
Eða hvað?
Frá því að ég kom fyrst til Reykjavíkur fyrir áratugum hefur það verið svo að þegar komið er inn í hús, hvort sem það eru heimahús, búðir, fyrirtæki og stofnanir, þá gengur maður bókstaflega á hnausþykka hitaveggi. Stundum þannig að manni liggur við köfnun.
"Ja, þetta er ósköp notarlegt og hitin kostar sama og ekki neitt" hefur fólk í Reykjavík oft sagt við mig þegar maður hefur farið að væla yfir miklum hita. 
Nú hljómar þetta kannski ekki vel í eyrum þess blessaða fólks sem maður notið gestrisni hjá í gegnum tíðina. Og þá kem ég að kjarna málsins, það er að eftir að danfossarnir frábæru komu til sögunnar hafa svitakóf andvökunótta í höfuðborginni verið úr sögunni hjá mér. Ég trúi því að ef fólk hugar nú rækilega að hitastillun ofnanna hjá sér, þá megi stórlækka hitareikningana. 
 
  • 1