Færslur: 2011 Júlí

30.07.2011 11:15

Brennan á Fjósakletti.

Það bara bregst ekki að brennan á Fjósakletti er stókostlegt sjónarspil sem maður vill helst ekki missa af. Í gærkvöldi náðu töfrarnir nýjum hæðum í sjálfri uppkveikjunni.  Með hjálp tækninnar heppnaðist hún geysilega vel. Alveg magnað dúndur, takk fyrir það! Ég vil minnast hér á mennina sem sjá um fóðra brennuna með eldsneyti. Ótrúlegar hetjur sem fá þúsundirnar til að gapa af undrun og aðdáun. (Vil taka það fram að ég veit ekkert hvaða menn þetta eru).

Í maíhefti hins heimsþekkta tímarits National Geographic árið 2000 er á forsíðu frábær mynd af brennunni á Fjósakletti. Stærri og stórkostlegri er sama mynd inni í blaðinu, fylgir aðalgrein ritsins sem fjallar um leit að uppruna víkinganna á Norðurlöndum - eða eitthvað í þá áttina.

Þarna tengir höfundur greinarinnar upphaf og hetjuskap manna við Þjóðhátíðarbrennuna aftur á víkingaöld, - bara allt í lagi misskilningur - ha.

Annars segir orðrétt m.a. í undirfyrirsögn við greinina: "On Vestmannaeyjar, Icelanders celebrate at midsummer as did their forefathers - with fire, song, and plenty to drink", - bara léttöl.  Góða skemmtun á Þjóðhátíð.


17.07.2011 09:18

Í NÁTTÚRU HEIMAEYJAR

Ég rakst á þetta "skraut" skammt fyrir ofan Hrafnakletta. Er ekki upplagt fyrir Fjósakletts- brennupeyja að hreinsa þetta af svæðinu?

16.07.2011 17:24

Engin stjarna.

Nú á dögunum  var birt í DV gæðakönnun á tjaldstæðum á Íslandi. Þarna virðist að flest formleg tjaldstæði séu mæld og vegin. Á listanum er tjaldstæðið í Herjólfsdal en ekki minnst á Þórssvæðið. Gæðamatið er að miklu leiti byggt á upplýsingum af vefsíðunni tjalda.is en þar er Þórssvæðið á lista og fær enn hraklegri dóm en Herjólfsdalurinn. Eiginlega flest í minus. Er þetta ekki umhugsunarefni?

Ég valdi af handahófi tvö tjaldsæði til að hafa til viðmiðunar hér á samklippuni.


13.07.2011 18:50

Meira um Löngulág

Ég vil byrja á því þakka ykkur kærlega fyrir frábærlega jákvæð viðbrögð og undirtektir við hugmyndinni um tjaldstæði í Löngulág. Það væri full ástæða að gera almennilegar teikningaqr í fullum litum, nokkrar mismunandi útfærslur með greinargóðum útskýringum, en til þess hef ég ekki tíma núna. Þess í stað setti ég svolítinn lit ofan í gamla krassið mitt. Það gerði ég f.o.f. til að eyða þeim misslilningi sem aðeins hefur borið á að samkvæmt hugmyndinni um nýtt tjaldsæði að það eigi að vera á nánast óbreyttum malarvellinum.

Við sem höfum mikinn áhuga á að þessi tjaldstæðahugmynd verði skoðuð rækilega hugsum þetta alltaf þannig að í Löngulág verði engin möl hvað þá malarvöllur áfram, hann hverfi algerlega. Þarna verði allt svæðið grasi gróið og harðbalar nema bílastæði, þau verði malbikuð. 

Umrædd risshugmynd gerir í raun ráð fyrir að Þrettándagleði fari fram á svæðinu í framtíðinni. Ef að kemur í ljós að það gengur ekki upp, þá breytist ýmislegt tjaldstæðinu í vil. Þá hugsa ég mér mun meira af skjólbeltum á svæðinu s.s runna og trjágróður og jafnvel hlaðna veggi.

En aðalatriðið er að mínu mati og mjög margra annara er þetta:

Bara sú ákvörðun að leggja niður malarvöllinn og skipuleggja þetta stóra og dýrmæta svæði undir "eitthvað annað" kallar á  umræðu og skoðanaskipti sem flestra. Ekki bara þeir sem eiga beinna hagsmuna að gæta, við hin líka.

Borgarafundur verði haldin sem allra fyrst með ýtarlegri kynningu á því hvað bæjaryfirvöld eru að bralla og hugsa. En síðast og ekki síst að ræða allar hugmyndir um framtíðar-nýtingu svæðisins áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Mistök eru og verða alltaf dýr, það þekkjum við.

Íbúakosningu um málið ætti einnig að skoða alvarlega.

Það er kannski ástæða að þakka bæjaryfirvöldum fyrir -allt-of-stuttan-extra-auka-frest til 1. ágúst n.k. (Skárri en engin frestur). Ég vil hvetja sem flesta að nýta ykkar lýðræðislega rétt og koma á framfæri athugasemdum í þessu mikilvæga máli. 


12.07.2011 07:45

Aftur um Löngulág.

Það er dálítið merkilegt (dularfullt) hvað lítið er fjallað í miðlum hér um skipulagshugmyndir í Löngulág. Það er mikilvægt að þarna verði vandað til verka því mörg eru vítin að varast í skipulagsmálum Vestmannaeyja. 

Frá bæjaryfirvöldum hafa komið fram fjórar tillögur sem ég reyndar lít á sem eina vonda tillögu. Ég hef illilega á tilfinningunni að þarna eigi eins og svo oft áður að valta yfir allt og alla með frekju og yfirgangi. Skjóta fyrst og spyrja svo.

Það er u.þ.b. eitt ár síðan ég heyrði fyrst af þeirri ágætu hugmynd að vera með tjaldstæði í Löngulág. Það er sem sagt ekki rétt að ég eigi hugmyndina eins og ég hef heyrt nokkur sinnum að undanförnu að öðru leiti en því að í desember s.l. rissaði ég upp mynd (fylgir hér með) af svæðinu eins og ég ímyndaði mér fyrirkomulag tjaldstæðis. Það er vel hægt að fullyrða að kostir svæðisins fyrir tjaldstæði eru fjölmargir. T.d. er efri hluti Löngulágar einn skjólsælasti staður á Heimaey.

Annar kostur sem svæðið býður upp á er hvað auðvelt er að koma fyrir, hanna og skipuleggja framúr skarandi tjaldstæði sem uppfyllir allar kröfur og sómi væri að.

Þetta finnst mér að þurfi að ræða og skoða rækilega.


09.07.2011 09:39

Bloggarabull

Auðvitað er þetta ekki hægt, Þjóðhagsstofnun var lögð niður 1. júlí 2002.

05.07.2011 17:12

Háð og spott(ar)

?Þorpsfíflum er hampað 
"?Man enn eftir aulahrollinum, sem hríslaðist um mig. Var að horfa á þátt, sem átti að taka við af Spaugstofunni í Ríkissjónvarpinu. Fyrsti þátturinn fjallaði um Vestmannaeyjar. Þar voru dregnir fram menn, sem sögðu brandara að hætti eyjarskeggja. Minnti mig á ársrit, sem kom út fyrir mörgum áratugum og hét Íslenzk fyndni. Með drykkjusögum af prestum og öðru lítt áhugaverðu efni. Þegar nánar er gáð, er Ísland ein stór Heimaey. Full af eyjarskeggjum, sem eru hver undan öðrum um margra alda skeið. Ófærir um að bjarga sér í nútímanum. Enda er þorpsfíflum hvarvetna hampað. Í sjónvarpi og í kosningum".
Þessi snilldar-pistill er tekin af jonas.is.

  • 1