Færslur: 2011 Ágúst

28.08.2011 13:20

Aftur um Skilti

Nú er eitt ár síðan ég benti á ranga staðsetningu á skiltum sem eru sétt sunnan við Olnboga.  
Greinilega virðist ekki vera neinn vilji eða áhugi bæjaryfirvalda að þetta verði lagað.

Ég ætla setja hér aftur óbreytt sem pistilinn frá því í fyrra.

 "Fyrir all mörgum árum var fundið upp á Íslandi hugtakið "menningartengd ferðamennska". Einhvern tíma upp úr því  var fyrst byrjað að merkja hér ýmis fyrirbæri í umhverfinu t.d. Illugahellir, Illugaskip og Sængurkonustein o. fl.

Í upphafi var þetta framtak að frumhvæði og kostað af einstaklingum. Fjölskyldur og félagasamtök hafa svo sett upp skilti og merkingar. Og nú í seinni tíð hafa verið sett upp nokkur ágæt skilti á vegum bæjarins (Byggðasafnsins..?) Við Höfðaveginn rétt ofan við efstu hús er staður sem heitir Olnbogi. Þar skammt sunnan við var fyrir örfáum árum  grafið upp (búið til) stakkstæði til að upplýsa fólk um fyrri tíma verkmenningu. Þarna eru tvö bæjarskilti, (sjá mynd) annað til að upplýsa  um Stakkstæðið og á hinu er sagan um Olnbogadrauginn. Við frágang skiltana á sínum tíma hafa verið gerð þau mistök að stakkstæðisskiltið er norðan við draugasöguskiltið.

Ekki veit ég hvernig svona mistök verða til, en ég get alveg ímyndað mér það án þess að persónugera það á nokkurn hátt. Ég sé fyrir mér "verkstjóra" standa yfir verkinu sem er búinn að troða báðum höndum inn fyrir rassvasana og glóran í toppstykkinu eftir því. Því miður er þetta alls ekki eina mistökin í framkvæmdum og skipulagi.

Nú þegar ferðafólki er greinilega að stórfjölga hér, þurfum við enn frekar að vanda okkur, laga fyrri mistök og reyna að koma í veg fyrir ný klúður."

Nú bregður svo við að á þessu ári 2011 hefur alls kyns klúðri, fúski og mistökum í umhverfinu hér í Eyjum fjölgað mikið. Ekki það að ég hafi gaman að því en mun benda á nokkur dæmi á næstunni.

 


  

27.08.2011 17:25

Við Reykjavíkurhöfn

Oftar en ekki sem ég kem til höfuðborgarinnar reynir maður að finna tíma til að fara bryggjurúnt eins og ég geri allstaðar þar sem hafnir eru.
Stundum er ég með myndavélina en frekar lítið komið út úr því í hvert skipti. En á mörgum árum hefur safnast upp bryggjumyndir sem mér finnst ástæða til að setja í albúm hér. 

26.08.2011 12:38

Grímsstaðakínverjinn

Trúið þið að einhver sem er sagður kínverskur múlti-milli ætli að fara í fjárfestingar og útrás uppi á Hólsfjöllum á Íslandi sé raunveruleiki? Ég trúi ekki að nokkur fari í tugmilljarða fjárfestingu nema fá það allt til baka og gott betur. Ég trúi ekki að einhvers konar meint væntumþykja á landi og þjóð, áhugi á fögru landslagi og náttúruvernd sem sé hvatinn. Það er eitthvað annað sem býr að baki.


22.08.2011 17:36

Loksins!

Loksins er kallhróið kominn í vonda klemmu.

17.08.2011 14:16

Steingrímur J. í ÍBV???

Oftast fletti ég yfir íþróttasíðurnar í dagblöðunum vegna lítils áhuga á sportinu yfirleitt.
Undantekning var á þessu þegar ég fletti Fréttablaðinu í gær og rakst á fyrirsögnina "Peyjasigur í Kópavogi" og mynd með textanum "SRRÍÐSDANS Eyjamenn fagna góðum sigri í Kópavoginum í gær." Ég fór að reyna að þekkja einhvern á myndinni, án árangurs. En bíðið við, hugsaði ég þegar ég þóttist þekkja Steingrím fjármálaráðherra í stríðsdansinum. Við nánari vangaveltur og rýni í myndina komst ég að þeirri niðurstöðu að líklega er þetta einhver annar þarna á myndinni.


02.08.2011 09:08

Athugasemdir við skipulagstillögu.

Þar sem frestur er útrunninn að skila inn athugasemdum við deiliskipulagstillögur í Löngulág,
ætla ég birta hér mínar athugasemdir.

                                                                      Vestmannaeyjum 28. Júlí 2011.

 Athugasemdir við tillögur að deiliskipulagi í Löngulág.

 Eftir að rann upp fyrir mér að tillögur A, B, C og D eru ekki grín og spaug, hef  ég undirritaður eiginlega litið á þær sem eina illa gerða og illa ígrundaða eina tillögu að skipulagsslysi. Það eitt og sér þarfnast í raun alvarlegra athugasemda.

 Mikilvægu máli sleppt í tillögum. Bara það að taka ákvörðun um að leggja niður malarvöllinn í Löngulág opnar ýmsa möguleika og lausnir sem ekki sjást í umræddum tillögum. Það er alvarlegt. Malarvöllurin hefur alla sína tíð skagað norður í Kirkjuveginn sem hefur skapað hættu í umferðinni og takmarkað möguleika á fleiri bílastæðum litheyrandi kirkjunni sem vanta tilfinnanlega. Ekki að neinu leiti er tekið á þessu í umræddum tillögunum.

 Sporin hræða. Bara tilhugsunin um  timburverslun á þessu svæði er í mínum huga og mjög margra svo óhugguleg og fráhrindandi að það verði að staldra við hugsa málið vel og rækilega. Mest óttast ég að arkitektúr hvers konar verslunar og eða þjónustubygginga verði hagkvæmni ljótleikans að bráð eins og svo oft áður. Eitt nýjasta dæmið (slysið) er hin skelfilega ljóta bygging Eimskipshöllin.

 Er þörfin raunveruleg? Er þörf á að hluti verslana og þjónustu sem nú er aðallega í miðbænum sé færð upp í Löngulág?  Stuðlar það að atvinnu- og nýsköpun til framtíðar í byggðalaginu? Skapar það betri búsetuskilyrði og annarar jákvæðari þróunnar á einhvern hátt?  Hjálpar það eitthvað í vaxtarbroddum iðnaðar s.s. ferðaþjónustu? Ég held ekki.

 Þá gerist það. Ef á umræddu svæði hefjist byggingaframkvæmdir sem má ekki verða, þá er öruggt að a.m.k. tvennt gerist. Annað er að þá er skaðinn skeður - ekki verður aftur snúið. Annað er að öll uppbygging í miðbænum sem hófst fyrir fáum árum stöðvast.

Það þvert á væntingar flestra sem hafa búist við að uppbyggingin væri í raun rétt að byrja. Í miðbænum eru margir sem eiga beinna hagsmuna að gæta í þessu máli. Það kemur okkur hinum líka við.

 Lýðræðislegur réttur okkar. Ég undirritaður treysti á að það fari fram íbúakosning um þetta mikilvæga mál. Skora ég á bæjaryfirvöld að hlusta á raddir okkar íbúana og ákveða að kosning fari fram t.d. seint í haust eða í byrjun vetrar. Ekkert liggur á, nægur er tíminn. Íbúakosning er ekki bara að kanna hvað við borgarar þessa bæjar viljum, því að á undan fylgir nauðsynleg upplýsing, umræða og skoðanaskipti sem verulega hefur skort á í þessu afar mikilvæga máli. Lengi lifi raunverulegt lýðræðið.

 

                                                                    Virðingarfyllst.

 

                                                                    Jóhann Jónsson kt.: 060248-7969

  • 1