Færslur: 2013 Maí

29.05.2013 08:55

Jethro Tull í Eyjum.

Nú telur maður dagana og nánast klukkutímana til 8. júní sem nálgast óðfluga.
Ég er alveg vissum að þessi viðburður, tónleikar hljómsveitarinnar Jethro Tull hérna í Höllinni verður ógleymanlegur öllum sem njóta.
 Tull-kynning og upphitun verður á kaffihúsinu Vinaminni annað kvöld, fimmtudagskvöld með völdu DVD-efni og ýmsri Tull-snilld. 

Það verður byrjað um kl. 20.30 á að sýna ykkur Jethro Tull tónleikana frægu á Wight-eyju 1970.
Og svo verður úrval af tónleikaútgáfum frá ýmsum tímum. Góða skemmtun!


25.05.2013 21:20

Mynd

Talandi um fagrar eða ljótar hótelbyggingar.

20.05.2013 16:58

Það hrannast upp efasemdir.

Það er í sjálfum sér fagnaðarefni sú nýbreytni að efnt sé til íbúakosningar um hótelbyggingu í Hásteinsgryfju. En mér finnst umræðan f.o.f vera farin að snúast um hvort þarna eigi að byggja eða ekki. Það verði sem sagt ekki kosið um vondan arkitektúr - forljóta byggingu. Ég hef reyndar ekki séð um hvað verður spurt á kjörseðlinum. Ég hef heldu ekki séð neitt um það hvort kosningin á vera bindandi eða bara leiðbeinandi vísbending.
Það eru til kennslubækur um hvernig á að reka áróður fyrir slæmum málstað. Að villa um fyrir almenningi og rugla hann í ríminu. Að vera með alltof stuttan tíma ætlaðan til kynningar á málinu,
s.s. að rugla með fundartíma, stað og opnunartíma þar sem gögn eru sögð liggja frammi en eru ekki.
Allt eftir bókinni - getur varla verið tilviljun...?18.05.2013 07:20

Sýningin framlengd.

Vegna eindregina óska og af því að ég er í bráð-góðu skapi hef ég ákveðið að framlengja sýninguna mína í anddyri Safnahússins um tvo daga. 
Sýningin verður opin í dag laugardag og á morgun hvítasunnudag frá kl. 11.00 til 17.00.

Látið ekki happ fyrir augun úr hendi sleppa, - takk fyrir það!

17.05.2013 16:22

Til framdráttar ljóleikanum.

Núna áðan, örfáum dögum fyrir kosningu (skoðanakönnun) komu inn um bréfalúguna tveir pésar um fyrirhugaða hótelbyggingu í Hásteinsgryfju. Báðir einhliða áróður til framdráttar ljótleikanum.

Að öðru leiti vísa ég til fyrri skrifa minna um málið.

15.05.2013 08:12

Kjósum gegn ljótleikanum!


Nú stendur til að við Vestmannaeyingar fáum að kjósa um hótel-ómynd sem einhverju dularfullu fólki hefur dottið í hug að byggja í Hásteinsgryfju.

 Það passar  ekki saman að tala í tíma og ótíma um "eyjuna okkar fögru", og um leið samþykkja alls kyns reglustikuframkvæmdir og óhæfuverk.

 Ég ætla að nefna hér þrjár ástæður af mörgum fyrir því að við eigum að hafna þessari hótelbyggingu:

 

  1. Ljót bygging - frámunalega ljótur og illa lukkaður arkítektúr.
  2. Stöðugur orðrómur um skuggalega fortíð og feril þeirra sem vilja standa fyrir umræddri skelfingu.
  3. Ég trúi því að hér meðal okkar heimafólks séu aðilar sem við þekkjum og treystum séu fullfærir um að reisa glæsilegt hótel hvort sem það er í Hásteinsgryfju eða öðrum góðum stað.

 Það er að mínum dómi knýjandi mál að koma í veg fyrir framgang ljótleikans.

14.05.2013 17:34

Myndlistarsýning

Næstu þrjá daga sýni ég ljósmyndaverk í anddyri Safnahússins (Einarsstofu).
Á sýningunni eru 10 verk auk þess um 70 myndir sýndar í litlum stafrænum ramma.
Opið miðvikudag og fimmtudag 10.00 til 18.00, á föstudag 10.00 til 17.00.

Gaman væri að sjá ykkur kíkja við. Takk fyrir það.

 
  • 1