Færslur: 2014 Maí

23.05.2014 07:49

Komin tími á aðgerðir!

Á svart/hvítu myndinni sem er tekin einhvern tíma á fjórða áratug síðurtu aldar, sést vel og áberandi þar sem sprengt var grjót úr Hettu á sínum tíma. Þetta sjáum við ekki lengur. Tíminn og náttúran hefur "grætt sárin". Annað mál eru sístækkandi sár upp og austan við Dönskutó (sjá mynd). Hægt en bítandi eru þessi sár í gróðurþekjunni að verða meira og meira áberandi, færast ofar og ofar í brekkuna. Þetta náttúrulýti mun ekki hverfa af sjálfum sér. Á bara eftir að verða skelfilegra ef ekkert verður að gert.
Fyrir nærri tuttugu árum þegar sárið var mun minna, skrifaði ég í bæjarblað um nauðsyn þess að gera ráðstafanir, sporna við frekara tjóni. Hef ekki ennþá heyrt um nein áform um að bregðast við þessari óheillaþróun á höfuðprýði Vestmannaeyja, sjálfum Heimakletti. 


  • 1