Færslur: 2016 Febrúar

27.02.2016 15:46

Forystuloðnan talar.

Staður og stund: Um 2 sjómílur SA af Landeyjahöfn, föstudagur 26. febrúar 2016, kl. 20.00.

Forystuloðna loðnutorfu, stór og svipmikil hængur snarstoppar, snýr sér við, hrópar hátt og snjallt sínar skipanir svo öll gangan heyrir.

"Nú erum við að nálgast Landeyjahöfn ískyggilega. Stóthætta er að ef við komum nær höfninni, þá munum við - trúið mér, breyst í sand. Sem mun þýða að við lendum í sogrörum Gallilei og Dísu sem flytja sandinn (okkur) spölkorn út fyrir svæðið. Síðan koma straumarnir og brimið sem færa sama sandin (okkur) upp að og inn í höfnina á ný. Aftur byrja Gallilei og Dísa að dæla og soga upp sama sandinn aftur og aftur og aftur. Það eru dapurleg örlög. Þess vegna skipa ég ykkur nú að dreifa rækilega úr ykkur út og suður um allan sjó, svo vel að í tækjum mannanna sjáumst við ekki".


24.02.2016 15:45

Skelfilega vond hugmynd.

Ég sá í morgun frétt inn á mbl.is (búið að taka hana út núna) um Landeyjarhöfn.

Þarna er einhver sem ég man ekki nafnið á, að kynna hugmynd sem hann kallar endurbætur. Í mínum huga er þetta bæði skelfileg og vonlaus hugmynd. Það er að framlengja eystri hafnargarðinn út og suður og síðan í vestur. Á að mynda skjól fyrir austlægum áttum og brimi. Nú er það svo að vestlægar hvassar áttir geta verið viðvarandi vikum og mánuðum saman hér við suðurströndina.

Í vestlægum stormum og stórveltubrimi mun "pitturinn" samkv. þessari hugmynd, framan við innsiglinguna verða fljótur að fyllast af sandi. Höfundur "bóta og lausna" og hans fylgendur geta þá spígsporað á dönskum skóm um svæðið án þess að blotna í fæturna eða m.ö.o. þessi hugmynd mundi ganga rækilega og endanlega frá Landeyjahöfn - eins og reyndar sumir óska sér.


21.02.2016 17:37

Ófærð, ófærð.

Svona var ófærðin á Höfðaveginum í mars 2008. Fólkið var þá ekkert að drepa hvort annað þrátt fyrir mikla samgönguerfiðleika í marga daga.

19.02.2016 14:36

Snjóflóð í Eyjum 2008.

Snjóflóð eru afar sjaldgæf hér í Vestmannaeyjum, það gefur auga leið. Mikill snjór er frumskilyrði þess að snjóflóð falli yfirleitt.

Þessa mynd tók ég suður við Brimurð þegar mikli snjórinn kom í byrjun mars 2008.

Staðkunnugir ættu að sjá að flóðið er það stórt að líklega orðið vont  að verða fyrir því.


14.02.2016 17:00

Loftljósmynd.

Þessa mynd tók ég í júlí 2009. Það hefur ýmislegt breyst á þessum árum sem liðin eru. T.d. að þarna er gamla Lyfró  og smá leifar eftir af slippunum og engar stórbyggingar risnar við Ísfélagið. Og ýmislegt á eftir að breytast fljótlega s.s. fyrirhugaðar stórframkvæmdir á Vinnslustöðvarsvæðinu.

11.02.2016 23:03

Ætlaði bíllinn að fá far?


Furðusetning. Já, og það eru 168 sem líkar bullið.  Vonum að hinum slösuðu batni fljótt.

11.02.2016 14:58

Klessuverk

Kannski er þetta hið eina sanna klessumálverk.......?     Akið varlega!09.02.2016 13:15

Málverk af konu.

Inn á safnmiðlinum Pinterest rakst ég á þessa ljósmynd af olíumálverki, andlitsmynd (portrait) eftir bandaríska myndlistarmanninn Jeffrey Hein (f.1974) Sýni ykkur þessa mynd hér vegna þess að mér finnst málaranum hafa tekist verkið alveg einstaklega vel. Myndin sýnir okkur ekki bara ytra útlit sterkan svip gæðakonu sem komin er á efri ár og hefur greinilega reynt ýmislegt um ævina og persónu með sterkan svip. Þarna er eitthvað meira fyrir innan. Eins og við sjáum inn um sálarglugga manneskjunnar og heyrum hana anda. Við þekkjum ekki þessa konu, en samt finnst okkur við þekkjum hana vel. 

Þannig virkar myndin af þessu málverki á mig.

Einhverjum finnst sjálfsagt að verkið sé ekki alveg fullklárað. Aftur á móti tel ég að þegar svona vel hefur tekst til í aðalatriðum, þá sé öll fínisering óþörf og geti jafnvel spillt heildaryfirbragði verksins.

Læt fylgja hér með að ég er ekki eins hrifinn af mörgu öðru sem þessi Hein hefur málað. Of mikil amerísk væmni og glassúr fyrir minn smekk. Hann minnir mig dálítið á Norman Rockwell sem hafði þó húmor sem Hein hefur ekki.  

06.02.2016 11:17

Gatið.

Sumir eru mikið fyrir göt, hugsa mikið um göt. Alls konar göt og göng. Að bora göt, grafa göng. Fljúga í gegnum göt og trúa á göng, verða gangatrúar og stofna gangatrúarsöfnuð. Halelúja.

Nú er uppvakin glæný gömul hugmynd um að búa til göng eða gat í gegnum Neðri-Kleifar. Býsna kunnuglegt.

Fyrir meira en tuttugu árum birtist hér í bæjarblaði grein studd stórri teikngu

þar sem kynnt var hugmynd einhverra um að leggja fullvaxinn bílveg framan við Kleifnabergið og út undir Löngu. Þar átti síðan að byggja ýmis mannvirki s.s. bílastæði og hús fyrir veitingasölu og hvaðeina. Mönnum virtist vera alvara með þetta brjálæði.

Mér fannst að ætti með öllum tiltækum ráðum að stoppa þetta bull, kæfa í fæðingu, sérstaklega veglagninguna.

Um þetta skrifaði ég blaðagrein á sínum tíma sem ég reyndar finn ekki núna, - ekki svona í fyrstu leitum í blaðahaugnum mínum.

Mér fannst og finnst enn það vera stór spurning hvort auðvelda eigi fólki aðgang að Löngunni. En ef það er rækilega skoðuð niðurstaða að það sé nánast lífsnauðsynlegt, þá væri skárri kostur að búa til gönguleið í gegnum Neðri-Kleif. Hafði ég hugsað mér að þar sem styttst (ca. 90m) er í gegn, yrðu göngin gerð með því að saga móbergið í skífur sem síðan mætti nota í gangstéttar, gatnagerð og jafnvel til húsagerðar eins og gert var fyrrum (1880) þegar Austurbúðin og húsið Dvergasteinn voru hlaðin úr tilhöggnu móbergi sem sótt var norður í Hettugrjót. 

Nú er spurt hvort Heimaklettur allur sé ekki alheilagur? 

Hvenær skemmum við Heimaklett og hvenær skemmum við ekki Heimaklett? Það er efinn.

Ég er þeirrar skoðunar í umhverfis- og skipulagsmálum, sé oft þannig að spurningin er f.o.f. hvernig hlutirnir eru gerðir, ekki hvort. Á sínum tíma hugsaði ég að með náttúrulega gerðum vindlásum við sitt hvorn enda ganganna, sæjust gangaopin ekki fyrr en komið væri að þeim.

 Margar spurningarnar og efamál vakna í svona spjalli. Má nefna að undir Löngu getur verið mesta dásemdar veðursæld sem fyrirfinnst á Heimaey þegar þannig stendur á. En það má ekki gleyma að á þessu umrædda svæði verða oft veður válind mjög, líklega eitt mesta veðravíti á allri eyjunni.

 Skoðum vel bæði upphafið og endirinn. Takk fyir það.  


  • 1